ef íþróttaálfurinn ætti kærustu þá væri ég hún...
Þrír íþróttaleikir á einni viku!!! í tveimur greinum.....þetta meikóver er sko heldur betur að skila sér, það er nokkuð ljóst. Ég reyndar stóð sjálfa mig að því að vera að dást að myndarlegum upphandleggsvöðvum körfuboltastrákann þegar þeir drippluðu boltanum sveittir....og....... já takk, einn slíkan, svakalega fínt. Þeir eiga kannski ekki vöðlur greyin til að vaða í vitinu en helvíti væri nú fínt að kúra í svona faðmlagi....ég neita því ekki....en þá fattaði ég líka að stæltir strákar vilja kúra hjá stæltum stelpum og það er ég ekki, kannski ég fari bara að stunda Laugar...hmmm.... pump it up!!!
mamma bauð mér að flytja heim í haust....ég verð að játa að ég velti því fyrir mér í góðar 3 mín áður en ég komst að þvi að sálfræðikostnaðurinn myndi bara ekki láta reikningsdæmið koma nógu vel út. Hótel mamma og nóg af mat væri svaka fínt en papa Essó og hr.Bílatrygging er bara ekki málið, frekar kýs ég að búa ein og borða núðlur í flest öll mál.
Laugardags suprise-ið hennar Sollu minnar var svona líka fínt. Ég bauð stelpunni á gufu og ljós og svo í lunch á Apótekið, skvísudagar.....um kvöldið var svo partý fyrir hana heima hjá mér. Þetta partí hafði ákveðna sérstöðu fram yfir önnur pæjupartý þar sem að megin þorri pæjanna er í sambandi....ég og eva lind fórum inní eldhús við þessa uppgvötun og drukkum hálfa eplasnafs.... a apple a day keeps the doctor away... djammið var eins og hægt er að lesa á undan ekkert merkilegra en önnur djömm nema ég var full, í nýju skónum og mjög SATC og fór í sleik...sem var gaman...en annars bara ein heim og vaknaði snemma morgunin eftir og eyddi deginum í hangs með fjölskyldunni.... og gisti svo hjá mömmu minni.
Stelpan er að fara að byrja að vinna aftur og mun vinna framm í miðjan apríl..... ekki spurja, svona er þetta bara.
en jey BOSTON 14.maí!!!! og orlof 16....... gerist ekki betra held ég bara. þetta þýðir bara MASSA RASSA djamm 13.maí....
sem leiðir mig að því að ég hef ákveðið að djamma ekkert fyrr en þá! ég er alveg harð ákveðin í þessu máli...þangað til það var verið að bjóða mér í partí næsta föstudag...en svo fer ég bara heim, ekkert barhopp, nei nú eru konur í pásu...
loksins loksins komin dagseting á Edith Piaf....mig langar í grammafón....ég ætla að vera ýkt fín með hárið í stórum snúð og í einum af kjólunum sem amma hefur gefið mér....og jafnvel nýju skónum...
styttist í sumarið og ég er clueless eða réttara sagt er ég að vega 2 kosti...... e-r með í ævintýri?
ég er að lesa framhaldið af hesjustnotthatintoyou bókinni sem er svona en....iamnotreallyintohimeither og OHMYGOD, þessi bók er ég og ég er bókin. það er meira segja skammstöfun fyrir mig, EBG (everything but girl) þar sem ég er með stífar nó sex reglur ef ég er skotin í stráknum en ég kúri alveg...ég þarf að endurskoða þessa pælingu.
bókin fer alveg í saumana á því hvernig bólfélaga sambönd virka og afhverju þau enda nú oft eins og þau enda.....MY GOD, og hver veit meira um svona hluti heldur en ég, segið mér það.... stelpur nú er bara að funda...
ég bind miklar vonir við þetta sumar.....maðurinn sem sagði að ástarlífið yrði gott ef maður færi í sleik á áramótunum er kjáni; þetta bara stenst ekki....
ég er með ákveðnar hugmyndir sem ég vil meina að mundu tröllríða heiminum en svo spái ég hvort að ég sé kannski bara geðveik...kannski eru þetta ekki góðar hugmyndir og kannski olli of mikið sjónvarps og bíómyndagláp í æsku þessari geðveilu.....afhverju les fólk blogg? vill það lesa um hugmyndir og skoðanir eða bara fá að gæjast inn í hugarheim viðkomandi?
ég skil ekki afhverju fólk er ekki alltaf duglegt, afhverju er ég ekki alltaf að læra, afhverju borða ég ekki hollt, afhverju er ég ekki í ræktinni, afhverju haga ég mér eins og kjáni, afhverju get ég ekki fyrirgefið sjálfri mér, afhverju get ég ekki bara gert það sem þarf að gera, afhverju geri ég ekki alltaf allt sem ég þarf og ætti að vera að gera; afhverju flæki ég hlutina? kannski erum við bara að búa til grá litinn og allt er svart og hvítt...bara kannski..... en þetta er bara allt svo skrýtið e-ð... (mér finnst eins og ég sé i sunnudags tilvistar kreppunni á mánudegi)
páskar framundan og sem betur fer engin til að stinga mig af eða dömpa mér...bara rólegheit í skýrsluskrifum og mat hjá mömmu...og pakka niður.....
á þessum tíma í fyrra var ég í LA með Steve mínum, klárlega manninum sem var minn eini rétti en ég klúðraði því, að djamma....og svo kom Arna og við fórum á Prince og til Las Vegas...ahhh good times...
sem minnir mig á það; Alice Cooper er að koma í Kaplakrika í ágúst og fröken Sigríður ætlar sko ekki að láta sig vanta á svæðið, það get ég sagt ykkur! eat my frankenstein.....
best að surfa netið svona rétt fyrir svefninn
eigiði góðan dag. hvar svosem þið eruð.
mánudagur, mars 21
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hei! ég ætla rétt að vona að þetta hafi ekki verið eplasnafsið sem ég og Birna eigum!!!
A.
Sigga mín sæta.
Bara að láta heyra í mér. Hef það gott hérna heima með rauðvín í hækkandi hita. Hlakka til að knúsa þig í sumar og tala og tala og tala hvar svo sem við verðum í heiminum!
Fullt af ást
Ljósbrá
Skrifa ummæli